Móttaka sendinga

Ferlar vegna sendinga eru mjög mikilvægir.

Hér verður skilgreindir ferlar Sending.is við móttöku sendinga, afhendingu þeirra og hvernig best er að haga pökkunn á þeim frá verslunum.
Athugið að sendingar skráðar eftir klukkan 14:00 eru sóttar daginn eftir.

1. Stofnun sendinga

Frá því að starfsmaður verlsunar stofnar sendingu í kerfi Sending.is verður til sendingarnúmer, þetta númer er ráðandi í öllum rekjanleika sendingar. Sendinginn verður þó aldrei stofnuð í útkeyrsluhluta fyrr en sendinginn hefur verið skönnuð inn í vöruhús.

2. Sending sótt

Eftir að sending hefur verið stofnuð, stofnast beiðni í kerfum Sending.is um að sækja sendinguna, sendinginn er sótt á milli 14:00 til 16:00 á öllum virkum dögum.

3. Sending skönnuð

Um leið og Sending hefur verið skönnuð inn í vöruhús, verður hún flokkuð á viðkomandi póstnúmer, póstnúmerinu er svo úthlutað á bíl og svo bílstjóra á umrædda bifreið, sendingunni verður svo keyrt út á fyrirfram ákveðnum tíma á því svæði sem sendli er úthlutað.

4. Útkeyrsla

Í útkeyrslunni hefur viðkomandi bílstjóri almennar upplýsingar um viðskiptavin, og því mikilvægt að upplýsingar eru réttar til að tryggja sem öruggstu afhendinguna á réttum tíma, komi til að sending mistekst í afhendingarferli verður reynt aftur næsta dag.

5. Afhending tókst ekki

Takist ekki að afhenda sendingu getur viðkomandi verslun séð það í stjórnborðinu hjá sér hver ástæðan sé, og hefur þá tækifæri til að koma með athugasemdir t.d. vegna breytinga á afhendingastað sé þess óskað. - annars er sendinginn keyrð öllu jafna út næsta dag.

6. Í vöruhúsi

Sendingar koma aftur til baka takist ekki að afhenda þær, en þær eru skannaðar inn í vöruhús hjá Sending.is og geymdar þar þangað til að hún fer aftur í afhendingarferli, sending sem hefur farið í afhendingarferli þrisvar er skilað til verslunar.

Það er mikilvægt að pakka sendingum
í réttar umbúðir og merkja þær

Það er mikilvægt að koma sendingum til okkar þannig að þær séu í lokuðum umbúðum og vel inn pakkaðar. Sé vara illa inn pökkuð getur það komið í veg fyrir að sendinginn sé móttekinn af Sending.is og sé skilað til verslunar, Sending.is tekur ekki við vörum sem eru ekki innpakkaðar, en viðurkenndar umbúðir eru:

Bólu póstpokar             
Kassar/box
Svört plastfilma
Póstpokar             

Strikamerki

Þegar kemur að strikamerkjum eru það þau sem ráða ferðinni og merkimiðarnir í heild sem slíkir, við notum þá til að skanna vörurnar inn, og flokka þær í rétt hólf eftir útkeyrslum, og einnig til að rekja staðsetningar þeirra.

Það er mikilvægt að allar sendingar sem til okkar koma séu merktar með merkimiða frá okkur sem inniheldur stirkamerki frá okkur, án límmiða/fylgiskjals frá okkur kemst sendinginn ekki í kerfið okkar og því ekki hægt að keyra hana út skv. kerfinu.

Gætið þess að límmiðar skalist rétt og að allar upplýsingar sem eru á miðanum séu inn á miðanum, upplýsingar sem fara útfyrir geta tafið okkar ferli sé t.d. ekki hægt að skanna strikamerki.