Skilmálar

Skilmálar þessir (Hér eftir skilmálar) er gerður á milli Siggaferðir ehf,. kt. 610911-1020 (Hér eftir "Sending.is") og einstaklings, fyrirtækis eða stofnunar (Hér eftir "Samstarfsaðili") sem og viðskiptavini samstarfsaðila (Hér eftir "Viðskiptavinur"). 

Með því að nota þjónustu okkar samþykkir þú þessa skilmála. Lestu skilmálana vandlega.

Skilmálar þessir voru uppfærðir 1. febrúar. 2022.

1. Samþykkt á skilmálum
Sending.is er flutningsfyrirtæki sem flytur sendingar frá verslunum til viðskiptavina þeirra, sendingar geta verið að hámarki 60 kg. að þyngd og 1 x 1 x 1 meter á stærð.

Samstarfsaðilum sem nýta þjónustu Sending.is er skilt vitna skilmála þessa í sínum skilmálum en uppfærða skilmála má alltaf nálgast á https://sending.is/skilmalar. og gefur útgáfunúmer þeirra ásamt dagsetningu hvenær þeir eru í gildi og hvenær þeir voru uppfærðir síðast.

Samstarfsaðili lýsir yfir og ábyrgist að hann hafi náð 18 ára aldri, og er fjár síns ráðandi og að fullu sjálfráða ef hann er einstaklingur, sé samstarfsaðili lögaðili að hann sé bær til að taka á sig þær skulbindingar sem skilmálar þessir greina frá, sé umbjóðandi einstaklingur sem skráir lögaðila skal viðkomandi skrá sig sem tengilið í nýskráningu hjá Sending.is, tengiliður umbjóðanda skal hafa til þess heimild/umboð til að samþykkja skilmála þessa fyrir hönd lögaðila.

Samstarfsaðilar og viðskiptavinir geta séð gildandi útgáfu af þessum skilmálum að hverju sinni á https://sending.is/skilmalar. Öll notkun á þjónustu Sending.is eftir breytingar, viðbætur eða fjarlægningu á þessum skilmálum í heild eða hluta, felur í sér samþykki samstarfsaðila og viðskiptavinar á öllum slíkum breytingum. 

2. Þjónustuleiðir

Þjónustuleiðir Sending.is eru sjö talsins, en þær skiptast niður á stór-höfuðborgarsvæðið og svo landsbyggðina, en landsbyggðin er að hluta til þjónustuð af dreifikerfi Sending.is en önnur landsbyggðarsvæði sem ekki falla undir okkar dreifingarsvæði er dreift með flutningskerfi "Póstsins", þegar sending hefur verið afhend til "Póstins" gilda skilmálar Póstsins alfarið um þær Sendingar en skilmála Póstsins má nálgast hér: https://posturinn.is/posturinn/upplysingar/vidskiptaskilmalar/

Þjónusturnar okkar eru:
a.) "Kvöldsending höfuðborgarsvæðið"
b.) "Kvöldsending landsbyggðin"
c.) "Hraðsending 90 mín"
d.) "Dagsending"
e.) "Heimsent á morgun"
 f.)"Landsbyggðarsending".
g.)"Hraðsending 180 mín"

Sending.is áskilur sér rétt til að bæta, breyta eða fjarlægja þjónustuleiðir tímabundið eða til frambúðar með 15. daga tilkynningarskyldu til samstarfsaðila Sending.is.

3. Tímabil, Greiðslur og Verðskrá
Samningssamband milli samstarfsaðila og Sending.is kemst á þegar þessir skilmálar hafa verið samþykktir við nýskráningu samstarfsaðila.

Samstarfaðili samþykkir að innheimta fyrir Sending.is viðeigandi þjónustgjöld samkvæmt verðskrá, og eða í samræmi við tilboð sem eru í samkomulagi á milli samstarfsaðila og Sending.is. Í tilvikum þar sem Sending.is og samstarfsaðili hafa náð samkomulagi um verð tímabundið eða til lengri tíma skal slíkt tímabil vera gert skriflega á milli beggja aðila þar sem tilgreina skal gjaldskrá, afslátt, verð skv. tilboði og gildistíma þeirra.

Sending.is kann að innheimta gjöld hjá samstarfsaðilum sínum vegna landsbyggðasendinga sem skráðar eru í gegnum kerfi "Póstsins" en þjónustugjöld kunna að breytast í rúmmáli sendinga sem og þyngd þeirra, og gildir þá verðskrá Póstsins vegna þess, fari sendingar umfram þyngd en það sem er skráð við bókun sendinga á öðrum þjónustuleiðum hjá Sending.is gildir verðskrá Sending.is.
       
       a.) Verðskrá
       Gildandi verðskrá Sending.is smá sjá hér: Verðskrá og eru öll verð gefin upp með vsk.

       b.) Verðskrá þriðja aðila og undirverktaka
 


       c.) Greiðsluskilmálar
              
              c.a) Samstarfsaðili endurselur sendingar til sinna viðskiptavina, og innheimtir fyrir það gjöld sem greidd eru beint til samstarfsaðila, í samkomulagi á milli                          Sending.is og samstarfsaðila, skal samstarfsaðili greiða fyrir þær sendingar sem bókaðar hafa verið í gegnum kerfi Sending.is.

              c.b.) Greiðslutímabil sendinga er frá 1. til 30. hvers mánaðar.

              c.c.) Sending.is sendir samstarfsaðilum reikning fyrir hvert tímabil, og skal það miðast við mánaðarmót. 

              c.d.) Komi til vanskila samstarfsaðila áskilur Sending.is rétt til að takmarka aðgengi að þjónustunni tímabundið eða til frambúðar þar til vanskil hafa verið                           greidd í heild eða hluta skv. fyrirfram ákveðnu samkomulagi. 

              c.e.) Kunni sending að vera ranglega skráð í stærð og þyngd mun Sending.is innheimta viðbótargjald sendinga sem skráðar eru í þjónustuleið                                            "Landsbyggð" en rúmmál sendinga og þyngd þeirra eru uppfærðar í rauntíma við innskönnun.


4. Afhendingar frá verslun
Samstarfsaðili lýsir yfir og ábyrgist hvernig vöru/vörum skal pakkað inn, áskilur Sending.is sér rétt til að hafna móttöku á vörum séu þær ekki pakkaðar rétt inn í tilheyrandi umbúðir, en jafnramt er það á ábyrgð samstarfsaðila að kynna sér skilalýsingar og umbúðaval sem Sending.is ráðleggur samstarfsaðilum að nýta við innpökkun á vörum en þær er hægt að kynna sér hér.

Samstarfsaðilar skulu ávalt hafa það að leiðarljósi að pakka sendingum inn vel og vandlega inn sem og að merkja þær einnig vel og vandlega, sé sending af einhverjum ástæðum ekki nægilega vel pökkuð inn, ómerkt eða illa merkt áskilur Sending.is rétt til að skila sendingum á kostnað samstarfsaðila.

5. Afhendingar til viðskiptavinar
       
       a.) Afhendingar til viðskiptavinar eru háðar því hvenær sending er afhent til Sending.is, samstarfsaðilar geta því skráð sendingar hjá okkur jafnvel þótt sending hafi           ekki komið sama dag og hún var skráð.

       b.) Sendingar sem skráðar fyrir klukkan 12:00 eiga að fara í afhendingu að öllu jafna sama dag, umfram þær sendingar sem á að afhenda daginn eftir.

       c.) Það er á ábyrgð samstarfsaðila að afhenda sendinguna til Sending.is um leið og hún er tilbúinn til flutnings, og Sending.is kappkostar við að afhenda                           sendinguna frá samstarfsaðila við fyrsta tækifæri.

        d.) Afhendingar til viðskiptavina geta raskast ef mikið álag verður á dreifikerfi Sending.is, færð eða veður geta spilt áætlunartíma afhendinga, og sendingar ílla                  merktar og röngum eða ófullnægjandi upplýsingum eða gögnum frá viðskiptamanni.

        e.) Sending.is er undanskilið því að tilkynna viðskiptavinum að ekki hafi tekist að afhenda viðkomandi sendingu, nema að upp komi aðstæður sem þarf að                        tilkynna viðskiptavinum sérstaklega, en slíkar aðstæður á t.d. við um að færð hefur spilst og að mikið álag sé á dreifikerfi Sending.is.

        f.) Sending.is ber ekki undir neinum kringumstæðum ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni hvort sem það er kerfisleg bilun, bilun í vélbúnaði, bilun á farartækjum                    og sendibílum, sem og tjóni sem kann að verða til ef vara er ekki afhent á tíma,

6. Undirverktakar
Sending.is er heimilt að ráða undirverktaka til afhendingar á sendingum, undir hvaða skilmálum sem er, og að annast þau störf og þá þjónustu fyrir Sending.is eins og um er samið á milli Sending.is og undirverktaka, undirverktakar hafa einnig þess rétt að bera fyrir sig öll þau ákvæði í skilmálum þessum skv. samkomulagi.

7. Óheimilaður farmur
Óheimilt er að flytja með dreifikerfi Sending.is eftirfarandi vörur eða hvers kynns farm sem skráður er í eftirfarandi lista, listinn kann þó ekki að vera tæmandi og getur því breyst með skömmum fyrirvara, án sérstakrar tilkynningarskyldu.

        a.) Lifandi dýr.
        b.) Skotvopn og önnu vopn.
        c.) Fíkniefni.
        d.) Eld og sprengihættu og önnur slík efni.
        e.) Matvæli sem ekki má geyma lengur tvo daga við stofuhita.

Sending.is áskilur sér rétt til að hafna móttöku á ofangreindum farmi, eða að leita til yfirvalda ef upp kemur grunur um að þjónustan sé nýtt í slíkum tilgangi.

7. Persónuvernd

Sending.is lofar að vernda upplýsingar, þ.á.m. persónuupplýsingar um viðskiptavini með þeim ráðum sem tiltæk eru innan eðlilegra kostnaðarmarka.

Sending.is lofar að afhenda ekki þriðja aðila upplýsingar um samstarfsaðila eða viðskiptavini þeirra nema skv. lögum um dómsúrskurð. Sending.is mun ekki afhenda þriðja aðila upplýsingar til notkunar á markaðsetningu við vöru eða þjónustu.

8. Ábyrgð og trygging sendinga
Allar sendingar eru sjálfkrafa tryggðar að hámarki 30.000 kr.- og fylgir slík trygging öllum okkar sendingarmátum.

        a.) Til krefjast greiðslu bótatryggingar að andvirði 30.000kr.- þarf að samstarfaðili að sína fram á reikning fyrir vörunni sem og innihaldi sendingar, Sending.is                    áskilur sér rétt til að greiða samstarfsaðila aðeins innkaupaverð vörunar, að hámarki 30.000kr.- og  getur Sending.is krafið samstarfsaðila um sönnun þess með              því að óska eftir kvittunum á innkaupsverði.

        b.) Sending.is áskilur sér rétt til að greiða greiðslu bótatryggingar í formi afsláttar á sendingargjöldum til samstarfsaðila, eða greiða trygginguna út með                            millifærslu á bankareikning í eigu samstarfsaðila, en greiða til samstarfsaðila skal berast samstarfsaðila eigi síðar en 15. næstamánaðar frá því að tjónið á sér stað.

Viðbótartrygging eða endurtrygging þarf að kaupa sérstaklega hjá okkur, en slík trygging fer eftir upphæð sem viðkomandi verslun óskar eftir að tryggja, hámarks upphæð trygginga er allt að 3.000.000 króna.
 

10. Lög og varnarþing
Samningssamband Sending.is við samstarfsaðila og viðskiptavini fellur undir íslensk lög. Komi til ágreinings sem ekki er hægt að leysa á milli aðila skal reka málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og öðrum áfrýjunardómstólum eftir því sem við á.